HÓPFERÐIR

Hópferðabílar og fólk

Hópferðabílar eru sannarlega nauðsynlegir fólki í dag þó margt hafi breyst frá þeim tíma þegar bíllinn var ekki orðin almenningseign.

Hópferðamiðstöðin – nú TREX (Travel Experiences), sem stofnuð var árið 1977, getur staðið við þau orð með mikinn fjölda hópferðabíla og fáir geta státað af meiri fjölbreytni. Við getum þjónað allt frá innanbæjarskutli upp í krefjandi hálendisferðir á fjallatrukkum.

HVENÆR SEM ER

Að nýta hópferðabíla er ekki bundið ákveðnum árstíma og hvað ferðalög snertir þá má minna á að hver árstíð hefur sína töfra og engin ástæða til að sitja heima þó hávetur sé. Hvers kyns akstur fyrir árshátíðir, þorrablót, sælkeraferðir, vettvangsferðir, skíðaferðir, jólatrésferðir, fundi og ráðstefnur er algengur yfir vetrarmánuðina. Frá vori til hausts aukast ferðalög innanlands, hvort sem um er að ræða dags- eða lengri ferðir. Þar ættu sem flestir að nýta kosti hópferðabílsins sem auðveldar umsjónaraðilum að halda utan um hópinn, koma til hans skilaboðum og leiðsögn. Fyrir gönguhópa hefur það ótvírætt gildi að geta látið sækja sig á nýjan endastað í stað þess að byrja og enda á sama púnkti.

HÓPFERÐIR

Við ökum skólahópum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, starfsmannafélögum, klúbbum, fjölskyldum og raunar getur hvaða hópur sem er nýtt sér þjónustuna. Nefna má mörg sérhæfð verkefni okkar m.a. akstur skólabarna fyrir Grunnskólanna í Reykjavík, Vinnuskólann og leikskólakstur. Hjá okkur er góð reynsla og þekking á hvers konar ferðamöguleikum og erum við fús til að veita ykkur ráðgjöf í þeim efnum.

Fjölhæfur bílafloti TREX telur ótal bíla af öllum stærðum og gerðum.

Alla jafna eru allt að 90 bílar í sumarferðum með ferðamenn, erlenda sem innlenda, en á vetrum ca. 50 bílar. Heildarfjöldi bíla eigenda TREX telur allt að 120 rútur. Allir eru bílarnir búnir öryggisbeltum, fullkomnum loftræstikerfum, hallanlegum sætisbökum og hljóðkerfum.  Ennfremur flestir með Video/DVD spilurum og öðrum búnaði til þæginda fyrir farþega.