HÓPFERÐIR

Starfsfólk ferðaskrifstofu TREX aðstoðar við skipulagninu hópferða innanlands.  Hafðu samband og við aðstoðum þig við að setja saman þína ferð. Við ökum skólahópum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, starfsmannafélögum, klúbbum, fjölskyldum og raunar hvaða hóp sem er. Nefna má mörg sérhæfð verkefni okkar m.a. akstur skólabarna fyrir Grunnskólanna í Reykjavík, Vinnuskólann og leikskólakstur. Hjá okkur er góð reynsla og þekking á hvers konar ferðamöguleikum og erum við fús til að veita ykkur ráðgjöf í þeim efnum.

HVENÆR SEM ER

Við skutlum þér á árshátíð, þorrablót, í sælkeraferð, vettvangsferð, skíðaferð, jólatrésferð og á fundi og ráðstefnur.  Dagsferðir og lengri ferðir allan ársins hring.  Bendum gönguhópum á að það getur gert gönguna skemmtilegri ef rútan skutlar ykkur og sækir á endastað í stað þess að byrja og enda á sama punkti. Hafðu samband á info@trex.is og við gerum þér tilboð í ferðina.

Hafið samband og við gefum ykkur góð ráð og tilboð!

Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur – vinsamlegast kynntu þér vefsvæðið hjá hjálparsveitunum – landsbjorg.is