LANDMANNALAUGAR

BÓKA FERÐ

Hikers' bus pass Bóka
Loading...
Dagsferð Rvk - Landmannalaugar - Rvk Bókun
Áætlunarferðir

Landmannalaugar

LML tjöld

Áætlunarferðir í Landmannalaugar frá 21. júní til 9. september 2018.

Trex ekur daglega beint í Langadal og Bása og til baka samdægurs samkvæmt tímaáætlun. Brottför kl. 7:30 frá Ráðhúsinu, Vonarstræti 4, 101 Reykjavík,  kl. 7:45 frá Tjaldstæðinu í Laugardal, 105 Reykjavík og kl. 8:00 frá Miklubraut við Kringluna, 103 – Reykjavík. Rútan tekur einnig farþega upp í Hveragerði, á Selfossi, Hellu , Leirubakka og á Rjúpnavöllum. Hægt er að fara í dagsferð eða dvelja lengur annaðhvort með gistingu í skálanum í Landmannalaugum sem Ferðafélag Íslands á og rekur (www.fi.is) eða á tjaldsvæðinu. Ef ætlunin er að gista í skála þarf að bóka fyrirfram hjá rekstraraðila.

Sérstök fargjöld fyrir göngufólk um Laugaveg – Hikers’ Buss Pass

Hikers’ bus pass er ætlaður þeim sem ganga Laugaveginn. Passinn tryggir far fram og tilbaka með hálendisrútunni frá Reykjavík að upphafspunkti göngunnar í Landmannalaugum eða Þórsmörk og aftur til Reykjavíkur frá endapunkti. Bóka þarf sæti frá Reykjavík en ekki til Reykjavíkur aftur. Þannig geta göngugarpar tekið sér þann tíma sem þeir kjósa í gönguna og tekið rútuna á einum af þessum þremur stöðum aftur til Reykjavíkur eftir því hvar  þeim hentar best.

Tímatafla

Tímatafla

DAGLEGAR FERÐIR FRÁ 
Landmannalaugar 2017        21/6.-9/9.21/6.-9/9.21/6. – 9/9.
FráRáðhús Reykjavíkur, Vonarstr. 407:3012:30
Reykjavík – Tjaldsvæðið Laugardal07:4512:45
Reykjavík – Miklabraut (Kringlan)08:0013:00
Hveragerði  (Tjaldstæði)08:3513:35
Selfoss (N1)08:5013:50
Hella – (Árhús & tjaldstæði)09:1014:1007:45
Hella – (biðstöð strætó)09:3514:3507:55
Leirubakki – (hótel & tjaldstæði)10:0515:0508:25
Rjúpnavellir – (ferðaþjónusta)*10:1515:1508:35
Landmannahellir (ferðaþjónusta)*11:1516:1509:35
TilLandmannalaugar11:4516:4510:05
Til Reykjavíkur21/6.-9/9.21/6.-9/9.21/6. – 9/9.
FráLandmannalaugar14:3018:0016:30
Landmannahellir (ferðaþjónusta)*15:0018:3017:00
Rjúpnavellir (ferðaþjónusta)**16:0019:3018:00
Leirubakki – (hótel & tjaldstæði)16:1019:4018:10
Hella – (biðstöð strætó)16:4020:1018:40
Hella – (Árhús & tjaldstæði)16:5020:2018:45
Selfoss (N1 Fossnesti)17:2020:50 –
Hveragerði  (Tjaldstæði)17:3521:05 –
Reykjavík – Miklabraut (Kringlan)18:1021:40 –
Reykjavík – Tjaldsvæðið Laugardal18:2021:50 –
TilRáðhús Reykjavíkur, Vonastr. 418:3022:00 –

* Aðeins stoppað ef það eru farþegar – vinsamlega hringið í síma 587-6000 eða 896 0123.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ KOMUTÍMI RÚTUNNAR MIÐAST VIÐ ÁSTAND VEGA!

Verðskrá

Verðskrá

LANDMANNALAUGAR 2017  
Tilboðsfargjöld fram & til bakaFullorðnir 16+12-15 ára**
Hikers bus pass*14.90014.900
Reykjavík > Landmannalaugar > Reykjavík16.8008.400
Selfoss > Landmannalaugar > Selfoss16.0008.000
Hveragerði > Landmannalaugar > Hveragerði16.0008.000
Hella > Landmannalaugar > Hella12.8006.400
Leirubakki > Landmannalaugar > Leirubakki9.5004.750
Rjúpnavellir > Landmannalaugar > Rjúpnavellir9.5004.750
Fargj. aðra leiðFullroðnir 16+12-15 ára**
Reykjavík > Landmannalaugar9.1004.550
Landmannalaugar  > Reykjavík9.1004.550
Hveragerði > Landmannalaugar8.7004.350
Landmannalaugar > Hveragerði8.7004.350
Selfoss > Landmannalaugar8.7004.350
Landmannalaugar > Selfoss8.7004.350
Hella > Landmannalaugar6.9003.450
Landmannalaugar > Hella6.9003.450
Leirubakki > Landmannalaugar5.1002.550
Landmannalaugar > Leirubakki5.1002.550
Rjúpnavellir > Landmannalaugar5.1002.550
Landmannalaugar > Rjúpnavellir5.1002.550
Landmannahellir > Landmannalaugar5.1002.550
Landmannalaugar > Landmannahellir5.1002.550
* Frá Reykjavík til Lml./Þórsmerkur & t/baka fyrir þá sem ganga Laugaveginn.
**  Hálft fargjald fyrir 12-15 ára unglinga & frítt fyrir börn 11 ára og yngri.
Vinsamlega mætið 15 mín fyrir brottför.

 

Viðbótarverð fyrir reiðhjól er kr. 4.000, -. Vinsamlegast athugið að við getum ekki ábyrgst pláss í rútu fyrir reiðhjól á öllum tímum.

Við bjóðum upp á farangursflutninga til Bása / Þórsmörk ef þörf krefur, pakki allt að 10 kg kostar 2.500 kr .- Þessi þjónusta er innifalinn í miðaverði.

Vinsamlegast athugið að Landmannalaugar bjóða ekki upp á geymslu á farangri

Um Landmannalaugar

Fróðleikur um Landmannalaugar

ATTENTION! Please be aware that the huts close on the Laugavegur trekking trail on the 19th of September. It will not be a possibility to do the trekking after the 19th.

Landmannalaugar er jarðhitasvæði í dalkvos milli brattra fjalla á Landmannaafrétti. Laugarnar eru undir hárri brún Laugahrauns og eru þar margar uppsprettur, heitar og kaldar, sem safnast í lygnan læk, víða 50º-70ºC heitan við uppgönguaugun. Er hægt að synda og baða sig í laugunum þar sem heitt og kalt vatnið blandast og mynda kjöraðstæður. Fram með læknum er gróðursælt og á þurrum lækjarbökkunum vex smári en annars er fitin frekar mýrlend. Uppi við hraunið er víða blómlegt en annars eru gróðurlitlar auðnir allt um kring.

Landmannalaugar
.
Fjöllin umhverfis Landmannalaugar eru úr líparíti og er mjög litskrúðug og formfalleg. Má þar nefna fjöll eins og Barm Brennisteinsöldu, Bláhnúk og önnur fjöll með Jökulgili. Stórar og miklar ár  falla báðum megin við Landmannalaugar, Jökulgilskvísl kemur innan úr Jökulgili og Námskvísl fellur norður með Laugahrauni og í Jökulgilskvísl. Laugahraun er úr líparíti og upptök þess eru utan í Brennisteinsöldu. Hraunið er mjög þykkt og sprungið og úfið á yfirborðinu. Ysta lag þess er kolsvört hrafntinna en undir hrafntinnuskáninni er gráleitt líparít. Talið er að Laugahraun hafi runnið í kringum árið 1480 og sé það á suðurenda gossprungunnar sem myndaði Veiðivötn í núverandi mynd.
.
Landmannalaugar eru afar fjölsóttur ferðamannastaður á sumrin. Ferðafélag Íslands reisti þar skála árið 1951 og annan 1969 og nú geta gist þar 110 manns í einu og fleiri ef þröngt er búið. Gamall, borghlaðinn leitarmannakofi er í brekkunni fyrir ofan skálann. Laugarnar voru friðlýstar árið 1979 sem hluti friðlandsins að Fjallabaki. Um svæðið hafa verið lagðar margar styrri og lengri gönguleiðir og hjá skálavörðum má nálgast göngukort.  Í Landmannalaugum er upphaf eða endir einnar alvinsælustu gönguleiðar á Íslandi, Laugavegsins sem liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Einnig er þar upphaf eða endir Hellismannaleiðar sem liggur meðfram Heklu frá Rjúpnavöllum.
.
Heimild: Íslandsbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.