ÞÓRSMÖRK

BÓKA FERÐ

Hikers bus pass frá Þórsmörk Bóka
Loading...
Dagsferð frá Reykjavík í Þórsmörk Bóka
Áætlunarferðir

Þórsmörk

Langidalur

Áætlunarferðir í Þórsmörk frá 15. júní til 9. september 2018.

Trex ekur daglega beint í Langadal og Bása og til baka samdægurs samkvæmt tímaáætlun. Brottför kl. 7:30 frá Ráðhúsinu, Vonarstræti 4, 101 Reykjavík,  kl. 7:45 frá Tjaldstæðinu í Laugardal, 105 Reykjavík og kl. 8:00 frá Miklubraut við Kringluna, 103 – Rreykjavík. Tilvalið að fara dagsferð eða dvelja lengur annaðhvort með gistingu í Skagfjörðsskála í Langadal í Þórsmörk sem Ferðafélag Íslands á og rekur (www.fi.is) eða í skála Útivistar í Básum á Goðalandi (www.utivist.is). Ef ætlunin er að gista í skála þarf að bóka fyrirfram hjá rekstraraðilum skálanna.

Sérstök fargjöld fyrir göngufólk um Laugaveg

Hikers’ bus pass er ætlaður þeim sem ganga Laugaveginn. Passinn tryggir far fram og tilbaka með hálendisrútunni frá Reykjavík að upphafspunkti göngunnar í Landmannalaugum eða Þórsmörk og aftur til Reykjavíkur frá endapunkti. Bóka þarf sæti frá Reykjavík en ekki til Reykjavíkur aftur. Þannig geta göngugarpar tekið sér þann tíma sem þeir kjósa í gönguna og tekið rútuna á einum af þessum þremur stöðum aftur til Reykjavíkur eftir því hvar  þeim hentar best.

Tímaáætlun

Tímaáætlun

Þórsmörk/Goðaland  15/6.-9/9.’18.DaglegaDaglega
FráRáðhús Reykjavíkur, Vonarstr. 407:3012:30
Tjaldstæðið Laugardal, Reykjavík07:4512:45
Miklabraut við Kringluna08:0013:00
Hveragerði  – (Tjaldstæði)08:3513:35
Selfoss (N1)08:5013:50
Hella (Árhús & tjaldstæði)09:1014:10
Hella (biðstöð strætó)09:2514:25
Hvolsvöllur – Hlíðarendi10:0015:00
Seljalandsfoss10:3015:30
Gígjökull11:0016:00
Goðaland/Básar11:4516:45
TilÞórsmörk/Langidalur12:0017:00
Til ReykjavíkurDaglegaDaglega
FráÞórsmörk/Langidalur14:3018:00
Goðaland/Básar14:4518:15
Gígjökull15:1018:40
Seljalandsfoss15:4019:10
Hvolsvöllur – Hlíðarendi16:0019:30
Hella (biðstöð strætó)16:4020:10
Hella (Árhús & tjaldstæði)16:5020:20
Selfoss (N1)17:2020:50
Hveragerði (Tjaldstæði)17:3521:05
Miklabraut við Kringluna18:1021:40
Tjaldstæðið Laugardal, Reykjavík18:2021:50
TilRáðhús Reykjavíkur, Vonarstr. 418:3022:00

Komutími fer eftir ástandi vega og veðurs

Verðskrá

Verðskrá

ÞÓRSMÖRK 2018  
Tilboðsfargjöld fram & til bakaFullorðnir 16+12-15 ára**
Hikers bus pass* 14.900 14.900
Reykjavík > Þórsmörk > Reykjavík14.800 7.400
Selfoss > Þórsmörk > Selfoss 13.4006.700
Hveragerði > Þórsmörk > Hveragerði13.4006.700
Hella > Þórsmörk > Hella 9.4004.700
Hvolsvöllur > Þórsmörk > Hvolsvöllur9.4004.700
Seljalandsfoss > Þórsmörk > Seljalandsfoss9.4004.700
Fargj. aðra leiðFullroðnir 16+12-15 ára**
Reykjavík > Þórsmörk 8.7004.350
Þórsmörk  > Reykjavík8.7004.350
Hveragerði > Þórsmörk7.400 3.700
Þórsmörk > Hveragerði7.4003.700
Selfoss > Þórsmörk7.4003.700
Þórsmörk > Selfoss7.4003.700
Hella > Þórsmörk5.400 2.700
Þórsmörk > Hella5.4002.700
Hvolsvöllur > Þórsmörk5.4002.700
Þórsmörk > Hvolsvöllur5.4002.700
Seljalandsfoss > Þórsmörk5.4002.700
Þórsmörk  > Seljalandsfoss5.4002.700
* Frá Reykjavík til Lml./Þórsmerkur & t/baka fyrir þá sem ganga Laugaveginn.
**  Hálft fargjald fyrir 12-15 ára unglinga & frítt fyrir börn 11 ára og yngri.
Vinsamlega mætið 15 mín fyrir brottför.

 

Viðbótarverð fyrir reiðhjól er kr. 4.000, -. Vinsamlegast athugið að við getum ekki ábyrgst pláss í rútu fyrir reiðhjól á öllum tímum.

Við bjóðum upp á farangursflutninga til Bása / Þórsmörk ef þörf krefur, pakki allt að 10 kg kostar 2.500 kr .- Þessi þjónusta er innifalinn í miðaverði.

Vinsamlegast athugið að Landmannalaugar bjóða ekki upp á geymslu á farangri.

Um Þórsmörk

Um Þórsmörk og Goðaland

af Valahnjúki

Þórsmörk er hálendistunga úr móbergi vestur frá Mýrdalsjökli (Merkurjökli), sundurskorin af smádölum, giljum og hvömmum. Krossá markar Þórsmörk að sunnan en Þröngá og Markarfljót að norðan. Birkiskógur er töluverður í dölum og á hæðum og breiðist ört út.  Sagt er í Landnámubók að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numuð land í Þórsmörk og helgaði  hann landið guðinum Þór. Þrjú bæjarstæði eru nú þekkt þar. “Á miðbænum” bjuggu Björn inn hvíti og Valgerður Þorbrandsdóttir að sögn Njáls sögu og í Húsadal var síðast búið á árunum 1802-1803. Afréttur á Þórsmörk var frá miðöldum að hálfu eign Oddakirkju og að hálfu bændaeign í Fljótshlíð en margar kirkjur áttu þar skógarítök. Árið 1919 rituðu 40 bændur í Fljótshlíð skógræktarstjóra bréf þar sem farið var fram á að Skógrækt ríkisins tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stórhættu vegna uppblásturs. Svæðið var afhent Skógræktinni og Mörkin ásamt nálægum afréttum sunnan Krossár var girt af árið 1924. Vegna friðunar hefur landið tekið miklum stakkaskiptum til bóta, uppblástur hefur verið haminn að mestu og gróðri hefur fleygt fram. Á Þórsmerkursvæðinu hafa fundist um 170 tegundir háplantna auk fjölmargra tegunda af mosum, fléttum og skófum. Fjallasýn af Þórsmörk er mikil og fögur til Mýrdalsjökuls, Eyjafjallajökuls og Fljótshlíðar. Vandfundin er öllu fjölbreytilegri fegurð á Íslandi og minnir í ýmsu á Alpadali. Þórsmörk er nú meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins. Ferðafélag Íslands á og rekur Skagfjörðsskála í Langadal og Volcano huts rekur þjónustu við ferðamenn í Húsadal.  Farfuglar hafa helgað sér Slyppugil innan við Langadal og gróðursett þar allmikið af trjáplöntum. Tjaldstæði og aðstaða fyrir ferðamenn eru á öllum þessum stöðum. Leið inn í Þórsmörk er aðeins fær stórum, traustum og aflmiklum bílum og er varasöm enda þarf að aka yfir Krossá sem getur verið varasöm.

Goðaland er afréttur gegnt Þórsmörk, sunnan Krossár og austan Hvannár. Landslag er stórbrotið í Goðalandi og rísa þar mörg fell en hæst ber Útigönguhöfða og Morinsheiði. Niðri við Krossáraura eru Básar, gróskumiklar dældir og kinnar inn á milli fellanna og þar er fallegur birkiskógur. Goðaland er friðað land í eigu Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð en er í umsjá Skógræktar ríkisins. Í Básum eru skálar Ferðafélagsins Útivistar og góð aðstaða fyrir ferðamenn til að tjalda.

Lagðar hafa verið margar styrri og lengri gönguleiðir um svæðið.  Við skála má finna kort með þessum leiðum og skálaverðir gefa nánari upplýsingar um þær. Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls byrjar eða endar í Básum og í Húsadal og Langadal er upphaf eða endir einnar alvinsælustu gönguleiðar á Íslandi, Laugavegsins.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.