UM TREX

Eiginlegt heiti starfseminnar nú er TREX, sem er stytting úr orðunum „Travel Experiences“ eða „ferðaupplifanir“ á íslensku, en leitað var að heiti sem væri lýsandi fyrir starfsemina og þjált í munni íslenskra sem erlendra ferðalanga. Með meira en 39 ára reynslu getur fyrirtækið tvímælalaust talist til brautryðjenda á sviði ferðaþjónustu og fólksflutninga á Íslandi. Smám saman hefur þjónustan verið aukin og ákveðinn vendipunktur varð við sameiningu fyrirtækjanna Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið árið 2002. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar byggir á þessari reynslu og sér um að veita gæðaþjónustu vegna skipulagðra ferða fyrirtækisins bæði innanlands og utan. Fjölhæfur bílakostur TREX er eins og best gerist á Íslandi. Sú staðreynd ásamt lipru og þaulvönu starfsfólki tryggir fyrsta flokks þjónustu.

Hafið samband við okkur í síma:

587-6000

Trex

Umhverfisstefna TREX

Trex leitast ávallt við að lámarka áhrif af starfseminni á umhverfi og náttúru. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir viðhaldi og endurskoðun stefnunnar en allir starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að framfylgja umhverfisstefnunni og hafa hana að leiðarljósi í daglegum störfum.

Við:

 • uppfyllum lög og reglugerðir um umhverfismál og að tryggjum að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi verndunar umhverfisins í aðgerðum sínum.
 • flokkum það sorp sem fellur til.
 • lágmörkum notkun á rekstrar- og skrifstofuvörum og endurnýtum eins og kostur er og leitumst við að nota efni, rekstrarvörur og umbúðir sem eru umhverfisvænar.
 • tryggjum að mengunarvarnir fyrirtækisins séu í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta á sérstaklega við um þvotta- og bílaplan sem er m.a. búið gildrum til að taka við spilliefnum.
 • lágmörkum áhrif af útblæstri bifreiða með því að forðast lausagang bíla eftir því sem kostur er og leitumst við að velja stystu leiðir með það að markmiði að aka ekki fleiri kílómetra en þarf.
 • ökum einungis á viðurkenndum merktum vegum og þegar við þurfum að fara yfir ár eða vatnsföll er farið yfir á sjáanlegu vaði eða þar sem aksturinn veldur ekki skemmdum.
 • leitumst við að nota einungis áningarstaði þar sem aðstaða er fyrir bíla og fólk.
 • setjum ruslafötur í alla okkar bíla og hvetjum farþega til að nota þær og skilja ekki eftir rusl í náttúrunni.

Öryggismál

Öryggi farþega og starfmanna er forgangsmál hjá Trex og til að fækka slysum og óhöppum hefur fyrirtækið sett sér öryggisreglur. Starfsmaður TREX framkvæmir reglulega úttekt á bifreiðunum til að ganga úr skugga um að allur áskilinn búnaður sé til staðar og að hann sé í lagi. Þar er átt við nauðsynlegan búnað eins og varadekk, verkfæri o.þ.h.

 • Í öllum bifreiðum er sjúkrakassi og slökkvitæki sem eru yfirfarin reglulega.
 • Árlega er boðið upp á námskeið í fyrstu hjálp fyrir bílstjóra og starfsmenn
 • Bifreiðar þurfa að hafa staðist aðalskoðun og hópleyfisskoðun.
 • Gerð er krafa um að allir bílstjórar hafi tilskilin réttindi til aksturs hópferðabifreiða og haldin er sérstök ökuskírteinaskrá með númerum, áritunum og gildistíma.
 • Flestar bifreiðar TREX eru búnir Spora vöktunarkerfi þar sem nálgast má staðsetningu þeirra og ökuhraða hverju sinni.
 • Í ferðamöppum sem afhentar eru fyrir hverja ferð má finna handhægar uplýsingar s.s. reglur um aksturs og hvíldartíma, varúðarviðmið vegna vinds og gátlista um viðbrögð við slysum.