Viðbót í rútuflota TREX !

 In 2014

Þessi glæsilega hópbifreið bætist nú í hópbílaflota TREX. Þetta er gæðaframleiðsla frá Þýzkalandi, Mercedes Benz Turino með sætum fyrir 34 farþega, auk leiðsögumanns og svo auðvitað bílstjóra. Í bílnum er 280 hestafla vél smíðuð eftir Euro 4 staðlinum sem tryggir lágmarks útblástursmengun. Af helsta búnaði má meðal annars telja sætisbelti, loftkælingu, kælibox, kaffivél, DVD spilara, tvöfalt litað gler, ABS hemla, ASR spólvörn og svo auðvitað hljóðkerfi svo eitthvað sé nefnt.