FAQ

Home » FAQ

Ert þú með spurningar um áætlunarferðirnar okkar til Þórsmerkur og Landmannalauga? Svarið kann að leynast hér.
Ef ekki, endilega sendu okkur skilaboð á info@trex.is.

Við mælum með að gera það, þar sem við getum aðeins tekið frá sæti í bílnum fyrir þá sem þegar hafa bókað.

Bílarnir eiga það til að verða fullir, og í slíkum tilfellum getum við því miður ekki tekið þá með sem ekki eiga bókað.

Já. Þið getið mætt á eitt af safnstæðum okkar og rætt þar við starfsfólk okkar í bílnum.

Ef það eru laus sæti getið þið keypt í ferðina á staðnum. Við tökum við greiðslukortum og reiðufé.

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@trex.is minnst 24 klst fyrir brottför og við munum endurgreiða ykkur að fullu.

Þið getið farið með öðrum af bílunum okkar, án nokkurs aukakostnaðar.

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@trex.is og segið okkur hvenær þið mynduð vilja fara með okkur í staðinn. Jafnframt getiði komið á eitt af safnstæðum okkar skömmu fyrir brottför og rætt við starfsfólk okkar í bílnum. Ef það eru laus sæti þá er ykkur velkomið að fara með þeim bíl.

Við erum mjög sveigjanleg hvað varðar breytingar á bókunum.

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@trex.is minnst 24 klst áður en brottför ferðarinnar er áætluð og við göngu fljótt í málið.

Nei, því miður bjóðum við ekki upp á ferðir beint á milli Þórsmerkur og Landmannalauga.

Ef þið stefnið á að keyra til Landmannalauga á ykkar eigin bíl, ganga til Þórsmerkur, og fara síðan aftur til Landmannalauga til að sækja bílinn – þá myndum við mæla gegn því.

Við mælum frekar með að taka einn af áætlunarbílunum okkar alla leið frá Reykjavík og til Landmannalauga, eða skilja bílinn eftir á Hellu og taka áætlunarbíl frá okkur þaðan.

Síðan eftir að þið hafið lokið göngunni yfir til Þórsmerkur getið þið tekið áætlunarbíl frá okkur aftur til Reykjavíkur, eða á Hellu til að sækja bílinn.

Hægt er að leggja bílnum og skilja hann þar eftir hjá rútustæðunum á Hellu án endurgjalds.

Hér getið þið bókað ferð með okkur frá Hellu til Landmannalauga:
https://trex.is/tour/landmannalaugar/
Hér getið þið bókað ferð með okkur frá Þórsmörk til Hellu:
https://trex.is/tour/thorsmork/

Nei, því miður bjóðum við ekki upp á ferðir beint á milli Þórsmerkur og Skóga.

Ef þið ætlið að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum til Þórsmerkur, þá mælum við með að þið skiljið bílinn eftir á Hvolsvelli.

Þaðan getið þið tekið áætlunarbíl með kollegum okkar hjá Sternu Travel til Skóga. Þið ættuð að vera komin á Skóga um kl. 11:00.

Hér getið þið bókað ferð með Sternu frá Hvolsvelli til Skóga: https://icelandbybus.is/summer-bus-schedules/1212a-reykjavik-vik-hofn-2
 
Þegar þið eruð síðan búin að ganga til Þórsmerkur getiði tekið áætlunarbíl frá okkur til baka til Hvolsvallar til að sækja bílinn ykkar. Við erum með brottfarir klukkan 14:30 og 18:00 daglega yfir sumarmánuðina.
 
Hér getið þið bókað ferð með okkur frá Þórsmörk til Hvolsvallar:
https://trex.is/thorsmork/

Nei, því miður bjóðum við ekki upp á ferðir beint á milli Skóga og Landmannalauga.

Ef þið stefnið á að keyra til Landmannalauga á ykkar eigin bíl, ganga til Þórsmerkur, og fara síðan aftur til Landmannalauga til að sækja bílinn – þá mælum við ekki með því.

Við mælum frekar með að taka einn af áætlunarbílunum okkar alla leið frá Reykjavík og til Landmannalauga, eða skilja bílinn eftir á Hellu og taka áætlunarbíl frá okkur þaðan.

Síðan eftir að þið hafið lokið göngunni yfir til Skóga getið þið tekið áætlunarbíl frá okkur aftur til Reykjavíkur, eða á Hellu til að sækja bílinn.

Hægt er að geyma bílinn hjá rútustæðunum á Hellu án endurgjalds.

Hér getið þið bókað ferð með okkur frá Hellu til Landmannalauga:
https://trex.is/tour/landmannalaugar/

Hér getið þið bókað ferð með kollegum okkur hjá Sternu frá Skógum á Hellu: https://icelandbybus.is/summer-bus-schedules/1212a-reykjavik-vik-hofn-2

Við erum með þrjú safnstæði í Reykjavík fyrir þessa ferð:
07:30 / 12:30 – Ráðhús Reykjavíkur
07:45 / 12:45 – Tjaldstæðið í Laugardal
08:00 / 13:00 – 
Miklabraut suður, við bensínstöðina við hliðina á Kringlunni

Fyrsta ferðin er samkvæmt áætlun þann 21. júní 2019. Vegurinn inneftir er alla jafna opinn á þessum tíma.

Ef svo ólíklega vill til að vegurinn verður lokaður neyðumst við til að fella niður ferðir þar til að hann er loks opinn.

Nokkrir möguleikar eru í boði fyrir þá sem þegar hafa bókað í ferðir sem falla niður:
– Velja aðra dagsetningu til að fara með okkur inneftir í Landmannalaugar.
– Fara með okkur inneftir í Þórsmörk í staðinn.
– Fá endurgreitt að fullu.

Þann 14. júní 2019.

Þann 8. september 2019.

Já. Hjá rútustæðunum við verslunarkjarnann, Suðurlandsvegi 1 – 850 Hellu (hjá Kjarval). Hægt er að leggja þar án endurgjalds.

Já. Á bílaplaninu á Leirubakka, Leirubakka – 851 Hellu. Hægt er að leggja þar án endurgjalds.

Landmannalaugar: Nei, því miður þá er ekki boðið upp á að geyma pakka eða töskur í Landmannalaugum.

Þórsmörk: Já, við getum flutt pakka og töskur bæði í Bása og í Langadal, en aðeins fyrir þá sem eru að ferðast með okkur. Þessi þjónusta er innifalin í fargjaldinu.

Þið getið annað hvort komið með dótið ykkar á skrifstofuna okkar, Hesthálsi 10 – 110 Reykjavík, og við munum geyma það fyrir ykkur á meðan þið gangið. Þið þyrftuð að sækja það aftur til okkar á skrifstofutíma eftir að göngunni er lokið.

Eða þið getið notað geymsluþjónustu á borð við þessa hér: http://www.luggagelockers.is/

Á bílastæðinu hjá Hótel Leirubakka – heimilisfang: Leirubakki, 851 Hella.

Þetta svæði er ekki mjög stórt, svo það ætti ekki að fara á milli mála hvar safnstæðið okkar er.