Laugavegurinn með leiðsögn

Laugavegsgangan okkar er 5 daga (4 nátta) gönguferð með leiðsögn og öllu inniföldu. Fullt fæði, gisting í svefnskálum og reynslumikill íslenskur gönguleiðsögumaður. Einnig sjáum við um að flytja farangur á milli svefnskálanna – svo þátttakendur þurfa eingöngu að bera það sem þeir vilja hafa meðferðis hverju sinni.

Gangan hefst í Landmannalaugum og hún endar í Þórsmörk – sjá nánari upplýsingar í ferðaáætlun.

Innifalið:
Fullt fæði frá hádegi á 1. degi og til hádegis á 5. degi
 Svefnpokagisting í svefnskálum
 Flutningur á öllum farangri milli svefnskála
 Íslenskur gönguleiðsögumaður sem einnig veitir leiðsögn á ensku eða þýsku
 Rútuferð frá Reykjavík til Landmannalauga á 1. degi
 Rútuferð frá Þórsmörk til Reykjavíkur á 5. degi

Brottfarir sumarið 2020
1. Hefst: 26. júní … Lýkur: 30. júní
2. Hefst: 03. júlí … Lýkur: 07. júlí
3. Hefst: 10. júlí … Lýkur: 14. júlí
4. Hefst: 17. júlí … Lýkur: 21. júlí
5. Hefst24. júlí … Lýkur: 28. júlí
6. Hefst: 31. júlí … Lýkur: 04. ágúst
7. Hefst07. ágúst … Lýkur: 11. ágúst
8. Hefst14. ágúst … Lýkur: 18. ágúst

Smelltu hér til að sjá bæklinginn fyrir Laugavegsgönguna 2019

Það sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis í ferðina:
 Svefnpoki
 Handklæði
 Hlý nærföt (ath. ekki bómull heldur ull eða transtex)
 Göngusokkar
 Góðir (notaðir) gönguskór
 Skór til að nota þegar farið er yfir árnar, t.d. sandalar eða strigaskór
 Inniskór til að nota á kvöldin í svefnskálanum
 Fleece eða angora jakki
 Íþróttapeysa og -buxur
 Gore-Tex jakki og buxur
 Hanskar
 Húfa
 Sundföt
 Sólarvörn
 Sólgleraugu
 Léttur bakpoki fyrir aukaföt og annað sem haft er meðferðis á meðan göngu stendur
 Göngustafir (betra fyrir hnén sem og öruggara þegar farið er yfir árnar)
 Vasaljós
 Plástrar og verkjalyf

Breytingar á bókunum: Við erum mjög sveigjanleg og munum aðstoða eftir fremsta megni við þær breytingar sem þið óskið eftir að gera á bókuninni. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@trex.is með a.m.k. viku fyrirvara og við munum breyta bókuninni.

Afbókanir:  Ef þið afbókið í gönguna með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara munum við endurgreiða þátttökugjaldið að fullu. Ef þið afbókið með á bilinu eins til tveggja vikna fyrirvara munum við endurgreiða helming þátttökugjaldsins.

Vinsamlegast athugið: 
 Lágmarksfjöldi í sérhverja göngu er 6 manns, og hámarksfjöldi er 12.
 Gisting í Reykjavík fyrir og eftir gönguna er ekki innifalin.
 Við mælum sterklega með að þátttakendur séu með slysatryggingu.
 Við setjum öryggi þátttakenda í fyrsta sæti, og viljum því benda öllum á að kynna sér upplýsingar á safetravel.is áður en í gönguna er haldið.
 Ef svo ólíklega vill til að óveður eða annað sem við fáum ekki stjórnað raskar á einhvern hátt skipulagi ferðarinnar þá neyðumst við mögulega til að gera breytingar á ferðaáætlun.

Dagur 1: Reykjavík –> Landmannalaugar (4 klst rútuferð)
Þátttakendur eru sóttir á gististaði sína í Reykjavík á bilinu kl. 7:15 til 7:45. Við keyrum á hinn stórbrotna stað sem Landmannalaugar eru og eyðum síðdeginu saman þar. Förum í stutta og auðvelda göngu um hið litríka umhverfi. Landmannalaugar er einn af fáum stöðum þar sem hægt er að baða sig í náttúrulegri heitri laug þar sem falleg ósnert náttúra er allt um kring. Við borðum kvöldverð og erum yfir nóttina í Landmannalaugum.

Dagur 2: Landmannalaugar –> Hrafntinnusker –> Álftavatn (24 km ganga – u.þ.b. 8 klst)
Við hefjum daginn snemma á fyrsta göngudegi ferðarinnar, enda löng ferð fyrir höndum. Þátttakendur taka aðeins það með sér sem þeir þurfa yfir daginn. Hægur stígandi er í fyrri hluta göngunnar þar til komið er að háhitasvæðinu sem kennt er við Stórahver, en hann er umkringdur gulur, rauðu og svörtu hrauni. Næst er komið á hinn magnaða stað Hrafntinnusker, þaðan sem er einstakt útsýni yfir hálendið. Seinni hluti göngunnar liggur niður í mótið að Álftavatni þar sem hópurinn borðar saman kvöldmat og hefur næturstað.

Dagur 3: Álftavatn –> Emstrur (15 km ganga – u.þ.b. 6 klst)
Gengið er um víðáttumikið svæði þar sem undirlagið er að mestu möl og sandur. Fara þarf yfir nokkrar heldur kaldar og stundum straumharðar ár. Gönguleið dagsins er að mestu flöt, en dásamlegt útsýni er að fjallagörðum og jöklum sem eru allt um liggjandi. Við borðum kvöldverð og erum yfir nóttina í svefnskálanum í Emstrum.

Dagur 4: Emstrur –> Þórsmörk Langidalur (15 km ganga)
Ganga dagsins hefst í austurátt frá svefnskálanum, í gegnum litríkt gljúfur þaðan sem er gott útsýni að Mýrdalsjökli. Þegar komið er yfir brúnna sem liggur yfir Syðri-Emstruá liggur auðveld gönguleið meðfram Markarfljóti. Þegar fer að nálgast hina grænu dali Þórsmerkur verður augljóst hvers vegna náttúra Íslands er stundum kennd við miklar andstæður. Áður en við loks erum komin á áfangastað í Þórsmörk þurfum við að vaða yfir Þröngá. Við komum okkur fyrir í svefnskálanum í Langadal, grillum síðan og njótum síðasta kvöldsins saman.

Dagur 5: Þórsmörk –> Reykjavík (4 klst rútuferð)
Áður en ferðinni er lokið og rútan er tekin frá Þórsmörk göngum við upp á Valahnjúk. Þegar á toppinn er komið blasir við frábært útsýni yfir dalina, jöklana og árnar sem eru svo einkennandi fyrir þetta einstaka landsvæði. Við borðum hádegismat saman, og síðan er brottför kl. 14:30 frá Langadal. Áætlað er að við verðum komin til Reykjavíkur kl. 18:00.

Book Tour
Loading...